Dæla loðnu, sementi og bensíni í Helguvík
Hjól atvinnulífsins snúast sem aldrei fyrr í Helguvík í dag. Nú er unnið að löndun á þrenns konar farmi í höfninni í Helguvík.
Fyrst má nefna að unnið er að löndun á loðnu úr loðnuskipinu Áskeli EA. Hún fer til flokkunar hjá Flokkunarstöðinni í Helguvík, hluti farmsins fer til frystingar, hitt til bræðslu.
Þá er sementsflutningaskip að landa farmi sínum hjá Aalaborg Portland í Helguvík. Þar er fyrirtækið með tvo risastóra sementsgeyma.
Að endingu má geta þess að um miðjan dag kom í höfnina í Helguvík eldsneytisflutningaskip með birgðir fyrir Keflavíkurflugvöll.
Ljósmyndir frá Helguvík nú síðdegis.