Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

D-deild HSS í sóttkví vegna Noro-sýkingar
Fimmtudagur 8. janúar 2009 kl. 19:08

D-deild HSS í sóttkví vegna Noro-sýkingar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Noro-veira sem veldur iðrasýkingu með uppköstum og niðurgangi hefur komið upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samtals eru átta sjúklingar veikir af völdum veirunnar, flestir á D-deild. Deildin hefur verið sett í sóttkví og mikill viðbúnaður til að koma í veg fyrir frekara smit. Fjórir læknar við sjúkrahúsið voru veikir í dag vegna Noro-sýkingar og einnig annað starfsfólk. Þá eru tveir heilsugæslulæknar einnig veikir.


Sigurður Þór Sigurðarson, framkvæmdastjóri lækninga við HSS, sagði í samtali við Víkurfréttir að Noro-veiran smitist af saur. Viðtal við Sigurð Þór er í vefsjónvari Víkurfrétta hér á vf.is.