D-álman að verða tilbúin
Starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var boðið upp á veitingar í D-álmu síðdegis í gær. Tilefnið var að nú er álman nær tilbúin undir starfsemi. Starfsleyfi fyrir D-álmu er nú til afgreiðslu hjá ráðuneytinu og þegar það er fengið þá er ekkert að vanbúnaði að hefja starfsemina sem mun marka þáttaskil í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.
Myndir úr hófinu hér að neðan.
Myndir úr hófinu hér að neðan.