Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

CRI stækkar eldsneytisverksmiðjuna í Svartsengi
Fimmtudagur 16. apríl 2015 kl. 13:50

CRI stækkar eldsneytisverksmiðjuna í Svartsengi

Þrefaldar framleiðslu á metanóli.

Carbon Recycling International (CRI) sem er stærsti framleiðandi umhverfisvæns eldsneytis hér á landi, stækkar í dag eldsneytisverksmiðjuna sína í Svartsengi. Við stækkunina þrefaldast framleiðslugeta verksmiðjunnar og verða þar framleidd fjögur þúsund tonn af endurnýjanlegu metanóli á ári. Morgunblaðið greinir frá. 

Eins og Víkurfréttir hafa áður sagt frá er verksmiðja Carbon Recycling er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. CRI hefur þróað aðferð til þess að hreinsa koltvísýring úr útblæstri orkuvera eða verksmiðja og endurvinna kolefnið til framleiðslu á eldsneyti. Koltvísýringnum er blandað við vetni sem framleitt er með rafgreiningu úr vatni og er efnunum blandað saman til að mynda metanól.  Í Svartsengi er koltvísýringurinn unninn úr jarðgufu orkuversins en við það er einnig komið í veg fyrir losun brennisteinsvetnis. Eini útblástur eldsneytisverksmiðjunnar er hreint súrefni. 


Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024