Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Covid einkennasýnatökur byrja aftur á Iðavöllum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 14:45

Covid einkennasýnatökur byrja aftur á Iðavöllum

Fá og með 1. apríl mun heilsugæslan hefja einkennasýnatökur á Iðavöllum 12a á ný. Einungis verður boðið uppá einkennasýnatökur og það með PCR prófi. Opnunartími er frá 9:00 til 11:00 virka daga. Lokað verður um helgar og helgidaga.

Hægt er að skrá sig í sýnatöku á „mínar síður“ á heilsuvera.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fréttatilkynningu frá HSS kemur fram að ef fólk sé ekki með rafræn skilríki sé hægt að panta símtal í Covid ráðgjöf á heilsugæslunni 4220500 og fá sent strikamerki. Ekki er hægt að skrá sig á staðnum. 

Fólki er skylt að virða tímasetningar sem fylgja strikamerki, annars gæti fólki verið vísað frá.