COVID-19 er dauðans alvara
Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur markað djúp spor í okkar daglega líf og kemur til með að hafa varanleg áhrif á líf okkar allra. Við höfum séð heimsmyndina taka stórkostlegum breytingum á ótrúlega skömmum tíma og allir hafa þurft að endurskoða sinn lífsmáta.
Nú þegar „önnur bylgja“ faraldursins hefur verið að herja á Íslendinga eftir að búið var að kveða veiruna niður og þjóðin þarf aftur að takast á við kórónuveiruna heyrast enn raddir sem vilja meina að COVID-19 sé alls ekki eins alvarlegt og haldið sé fram. Það er áberandi hve margir eru ekki tilbúnir að samþykkja þá lífskjaraskerðingu sem fylgir þeim takmörkunum sem sóttvarnalæknir leggur til að farið sé eftir til að vinna bug á veirunni – hugarfarið „þetta gerist ekki fyrir mig“ er of algengt og fólk kærulaust.
Það er þetta hugarfar sem var til þess að Guðný Kristín Bjarnadóttir samþykkti að veita lesendum Víkurfrétta innsýn í reynsluheim þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á COVID-19 en hún og fjölskylda hennar gengu í gegnum hræðilega lífsreynslu sem valdið hefur sárum sem munu aldrei gróa að fullu.
Hér má lesa viðtalið í nýjasta tölublaði Víkurfrétta.