Cooper fékk ótrúlegar móttökur
Guðfaðir Goth-rokksins, Alice Cooper, fékk ótrúlegar móttökur á Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom til landsins í gærkvöldi. Um 120 vélhjólamenn og konur höfðu komið til að taka á móti hetjunni og fögnuðu honum vel.
Cooper gaf sér tíma til að skrifa eiginhandaráritanir fyrir aðdáendur sína áður en hann hélt af stað til Reykjavíkur, en vélhjólin fylgdu honum á Reykjanesbrautinni.
Tónleikarnir verða í kvöld í Kaplakrika og er búist við miklu fjölmenni.
VF-myndir/Þorgils