Conde Nast Traveller verðlaunar Bláa Lónið
Bláa Lónið hlaut „Readers Spa Awards“ hins virta ferðatímarits Conde Nast Traveller sem besta „Medical/Thermal Spa“ - spa sem byggja á jarðvarma og lækningum.
Viðurkenning var veitt við hátíðlega athöfn á Mandarin Oriental hótelinu í London mánudaginn 2. febrúar.
Lesendur blaðsins velja árlega þá staði sem samkvæmt þeirra mati eru bestu spa staðir í heimi. Staðirnir eru metnir samkvæmt fyrirfram skilgreindum mælikvörðum en þeirra á meðal eru t.d. andrúmsloft eða blær staðarins, andlits- og líkamsmeðferðir, aðstaða, þægindi og þjónusta. Terme di Saturnia Spa & Golf Resort sem staðsett er í Toscana héraðinu á Ítalíu hlaut 2. sæti í sama flokki.
Nokkrir af þekktustu spa stöðum heims hlutu viðurkenningar í öðrum flokkum og má þar nefna að: The Spa at Mandarin Oriental Hyde Park var valið besta spa Bretlands; Caudalie Vinotherapie Spa at Marques de Riscal í Frakklandi var valið besta spa flokki Evrópu, Rússlands og litlu Asíu; Earth Spa at Six Senses Hideaway Hua Hin var kjörið sem besta spa í Asíu og Indlandi.