Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Fréttir

 CNN mælir með Bláa lóninu sem lúxusbaðstað
Mánudagur 2. janúar 2012 kl. 14:45

CNN mælir með Bláa lóninu sem lúxusbaðstað

Alþjóðlega fréttaveitan CNN fjallar um lúxusbaðstaði á vefsvæði sínu núna skömmu fyrir áramót. Talað er um fimm staði og er Bláa lónið einn þeirra. Þrír af þessum fimm stöðum eru í Bandaríkjunum og sá fimmti í Japan.

Grein CNN er meðal annars beint til þeirra sem ferðast á fyrsta farrými um heiminn og þeim bent á þá möguleika að koma við í Japan eða á Íslandi og slaka þar á í náttúrulegum laugum eða baða sig í menningu þjóðanna.

Fjallað er um það að á Íslandi sé fjöldi sundlauga og að Bláa lónið sé örugglega þekktasti baðstaðurinn, staðsettur mitt á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Þeir sem vilja kynna sér umfjöllun CNN nánar, þá má smella hér.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25