Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Clinton kemur í ágætis veður
Þriðjudagur 24. ágúst 2004 kl. 08:43

Clinton kemur í ágætis veður

Í morgun kl. 06 var suðlæg eða breytileg átt, 0-6 m/s. Skýjað með köflum eða léttskýjað. Hlýjast var 12 stiga hiti á Straumnesvita, en kaldast eins stigs frost á Þingvöllum. Það viðrar því ágætlega á Clinton-hjónin og aðra háttsetta bandaríska þingmenn sem koma til landsins nú með morgninum.

Yfirlit: Um 600 km S af Reykjanesi er 1000 mb lægð en yfir Bretlandseyjum er 1003 mb lægð og þokast báðar A. Austur við Noreg er minnkandi 1020 mb hæðarhryggur. V af Hvarfi er 1005 mb lægð á leið NA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Suðaustan 3-8 og þykknar smám saman upp vestanlands en annars hægari og bjartviðri. Dálítil súld eða rigning vestanlands í kvöld og suðaustanlands í nótt og áfram á morgun. Hiti 11 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðaustantil.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s og þykknar smám saman upp. Suðaustan 8-10 og rigning eða súld einkum vestantil í kvöld. Hiti 11 til 15 stig að deginum, en 8 til 10 í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024