Chiahuahua-drengur fær sér áskrift að Stöð 2
„Hann heitir Prins Brynleifsson og er drengur,“ sagði Lilja Magnúsdóttir þar sem hún var með Chiahuahua hundinn sinn í myndlyklaafgreiðslu Víkurfrétta á dögunum.
Prins var í sérstakri körfu og virtist láta mjög vel að dvölinni þar. Hinsvegar þegar flassljós myndavélarinnar fór að blikka þá fór Prins að skjálfa og stökk í fangið á Lilju.
„Hann er afskaplega skemmtilegur og geltir sjaldan. Hann leikur sér mikið, er duglegur og stórskemmtilegur persónuleiki,“ segir Lilja og á meðan hjúfrar Prins sig upp að henni, en er um leið forvitinn að fræðast aðeins meira um fólkið í kringum sig.
„Hann er frá Dalsmynni,“ segir Lilja en Prins verður ársgamall á gamlársdag.
Prins var í sérstakri körfu og virtist láta mjög vel að dvölinni þar. Hinsvegar þegar flassljós myndavélarinnar fór að blikka þá fór Prins að skjálfa og stökk í fangið á Lilju.
„Hann er afskaplega skemmtilegur og geltir sjaldan. Hann leikur sér mikið, er duglegur og stórskemmtilegur persónuleiki,“ segir Lilja og á meðan hjúfrar Prins sig upp að henni, en er um leið forvitinn að fræðast aðeins meira um fólkið í kringum sig.
„Hann er frá Dalsmynni,“ segir Lilja en Prins verður ársgamall á gamlársdag.