Charcot-sýningin opnuð í dag
 Vísindaleg sögusýning um ævi og starf franska heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot var opnuð í Háskólasetrinu  í Sandgerði í dag að viðstöddu fjölmenni. Charcot var leiðangursstjóri rannsóknarskipsins "Pourquoi-pas?" sem fórst á Mýrum árið 1936 í miklu óveðri. Barnabarn hans, Anne-Marie Vallin-Charcot, var viðstödd í dag og opnaði sýninguna.
Vísindaleg sögusýning um ævi og starf franska heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot var opnuð í Háskólasetrinu  í Sandgerði í dag að viðstöddu fjölmenni. Charcot var leiðangursstjóri rannsóknarskipsins "Pourquoi-pas?" sem fórst á Mýrum árið 1936 í miklu óveðri. Barnabarn hans, Anne-Marie Vallin-Charcot, var viðstödd í dag og opnaði sýninguna. 
Sýningin er liður í menningarhátíðinni Franskt vor á Íslandi og jafnframt framlag Háskóla Íslands til Vetrarhátíðar. Sýndir eru dýrgripir úr vísindasögu Frakklands, m.a. fallbyssa og lágmynd úr flaki Pourquoi-Pas. Jafnframt eru til sýnir  ýmsir persónulegir munir Charcots, sem Anne-Marie hefur gefið setrinu og hafa hvergi áður verið sýndir. 
Leitast hefur við að endurskapa það andrúmsloft sem ríkti um borð í rannsóknarskipum á sínum tíma og er mikið lagt í hönnun og gerð sýningarinnar.  Hönnuður hennar er Árni Páll Jóhannsson, Gagarín ehf sá um framkvæmd, Potemkin hönnun ehf sá um smíðar á innréttingum, skipulag og grafísk hönnun var í höndum Róberts Guillemette, en handrit sýningarinnar skrifaði Friðrik Rafnsson.
Styrktaraðilar eru Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sandgerðisbær og Háskóli Íslands.
Myndir: Frá opnuninni í dag. Eins og sjá má er mikið lagt í hönnun og útlit sýningarinnar og engu líkara en maður sé staddur um borð í gömlu rannsóknarskipi. 
VF-myndir: Ellert Grétarsson.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				