Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 13:53

BYSSUMAÐUR HANDTEKINN

Ungur maður úr Vogunum var handtekinn á aðfaranótt laugardags þegar hann hótaði fólki með loftskambyssu úr plasti. Félagar mannsins hringdu þegar lögreglan var á leið á staðinn og sögðu að þeir væru búnir að afvopna hann og yfirbuga. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu lögreglu þar sem slík vopn eru ólögleg og geta verið mjög skaðleg, jafnvel lífshættuleg. Pilturinn, sem er 17 ára gamall, var látinn laus skömmu síðar þegar faðir hans kom og sótti hann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024