Byrjað að reisa reiðhöllina
Hestamannafélagið Brimfaxi er byrjað að reisa reiðhöll í hestamannahverfinu í Hópsheiði við Grindavík þar sem áður var reiðhringur. Samkvæmt samkomulagi Grindavíkurbæjar og Brimfaxa leggur bærinn 50 milljónir króna til byggingar reiðhallarinnar.
Myndin er frá heimasíðu Brimfaxa og sýnir að byrjað er að reisa stálbitana.