Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 28. nóvember 2000 kl. 08:15

Byrjað að reisa fraktmiðstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli

Byrjað er að reisa nýtt hús fraktmiðstöðvar Flugleiða á Keflavíkurflugvelli.
Vinna hefur nú staðið yfir í rúman mánuð við samsetningu stálvirkis og lokið hefur verið við að reisa þak hússins, sem reist er í 4 einingum. Vonast er til að hægt verði að loka húsinu uppúr áramótum og hefja þá vinnu við frágang innanhúss.
Hönnun hefur eftirlit með byggingu miðstöðvarinnar. Á heimasíðu Hönnunar kemur fram að í fyrsta áfanga framkvæmdanna verður reist 5.000 fermetra bygging en gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka hana með 4.400 fermetra viðbyggingu. Vöruhús verður 3.500 fermetrar að stærð en skrifstofubygging 1.500 fermetrar á tveimur hæðum. Heildarkostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um 442 milljónir króna ásamt vöruafgreiðslukerfi sem komið verður fyrir í húsinu. Áætlað er að taka fraktmiðstöðina í notkun vorið 2001.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024