Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byrja frá grunni í vinnu við nýtt nafn
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 13:30

Byrja frá grunni í vinnu við nýtt nafn

Magnús S. Magnússon, oddviti H-listans, Lista fólksins í Sandgerði og Garði

Kosið er til bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs á morgun, laugardaginn 26. maí. Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita allra framboðslista í sveitarfélaginu.
 
Magnús S. Magnússon, oddviti H-listans, Lista fólksins í Sandgerði og Garði:
 
Hver eru stærstu kosningamálin í þínu sveitarfélagi fyrir þessar kosningar?
Það er ljóst að mörg stór mál sem bíða nýrrar bæjarstjórnar. Fyrst má nefna sameininguna sem er að sem er fólkinu efst í huga, en svo eru það skólamál, húsnæðismál, samgöngumál og skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt.
 
Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, að þessu sinni?
Við á H-lista fólksins höfum sett nokkur málefni fram fyrir þessar kosningar sem okkur þykir skipta miklu máli. Við erum alfarið þeirrar skoðunar að byrja eigi frá grunni á þeirri vinnu að gefa nýju sveitarfélagi nafn og að íbúar fái að velja nafnið sjálfir án forvals. Mikilvægt verður að ná samstöðu um það að sameining sveitarfélaganna tekist vel upp. Við viljum að sett verði á legg frístundarúta sem verður með ferðir fyrir alla íbúa á milli byggðarkjarna og þetta útfært í samstarfi við íþróttafélögin og alla þá sem mögulega gætu nýtt sér þessa þjónustu. Skólamál eru okkur ofarlega í huga og sjáum við mikil tækifæri þar á öllum stigum. Samgöngumálum þarf að koma í lag og það þarf að gerast sem allra fyrst, með breikkun Garðvegar og Sandgerðisvegar og uppbyggingu nýs hjóla- og göngustígs á milli byggðarkjarna. Þessi upptalning hér að framan er einungis brot af því verkefni sem bíður nýrrar bæjarstjórnar. Það er ljóst að spennandi tímar eru framundan í nýju sameinuðu sveitarfélagi, við fáum tækifæri á að byrja uppá nýtt að svo mörgu leyti og nú bíður okkar það skemmtilega verkefni að nýta það til fulls. Nýtt sveitarfélag getur orðið eitt öflugasta sveitarfélag landsins ef við höldum rétt á spöðunum, í þá vinnu erum við á H lista fólksins meira en tilbúin í. Mig langar að hvetja alla til að nýta sinn lýðræðislega rétt á kjördag og setja X við H.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024