Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 3. maí 2003 kl. 22:54

Byrgið vill Vífilsstaði

Guðmundur Jónsson forstöðumaður Byrgisins hefur skrifað undir móttöku bréfs þess efnis að Byrgið hverfi frá Rockville eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Guðmundur segir mikinn vanda vera á höndum hjá skjólstæðingum hans því Efri Brú í Grímsnesi rúmar ekki alla þá vistmenn sem dvalið hafa í Rockville.„Við höfum óskað eftir því að fá autt húsnæði á Vífilsstöðum undir afeitrunardeild og skrifstofuhald en höfum ekki fengið svar við því ennþá. Ef ríkið verður við þeirri beiðni okkar munum við geta hýst allan þann fjölda sem dvalið hefur að jafnaði hjá okkur,“ segir Guðmundur. Vísir.is greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024