Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byrgið úr Rockville innan 6 mánaða
Laugardagur 28. desember 2002 kl. 01:27

Byrgið úr Rockville innan 6 mánaða

Stefnt er að því að Byrgið, kristilegt líknarfélag, sem veitir endurhæfingarmeðferð fyrir vímuefnaneytendur, flytji starfsemi sína úr yfirgefinni ratsjárstöð Varnarliðsins í Rockville á Miðnesheiði, að Brjánsstöðum í Skeiðahreppi innan sex mánaða. Ekki hefur verið gengið frá húsnæðiskaupum en Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir nokkuð öruggt að Byrgið flytjist að Brjánsstöðum, skammt frá Selfossi.Húsin voru reist fyrir hótelstarfsemi og er rými á 2000 fermetrum í alls sjö misstórum húsum og segir Guðmundur húsakostinn henta vel undir starfsemi Byrgisins. Þar er gert ráð fyrir plássi fyrir 80 manns í eftirmeðferð og er ástand húsanna gott. Andvirði Brjánsstaða er um 150 milljónir króna samkvæmt söluskrá og greiðir ríkið þá upphæð, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Frá því Byrgið kom fyrst í Rockville fyrir nokkrum árum hefur verið varið um 80 milljónum króna í uppbyggingu á svæðinu. Ekki er ljóst í dag hvað verður um þá fjárfestingu.

Myndir af Brjánsstöðum er að finna á meðfylgjandi slóð:
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign.html?eign=53831
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024