Byrgið fær fjárstuðning frá ríkinu
Meðferðarheimilið Byrgið verður rekið áfram með fjárstuðningi frá ríkinu að sögn félagsmálaráðherra sem fékk í morgun heimild ríkisstjórnarinnar til að tryggja áframhaldandi starfsemi Byrgisins. Óvissa hefur ríktu um framtíð meðferðarheimilisins og í janúar síðastliðnum þurfti að útskrifa fólk þaðan og senda frá vegna fjárskorts.Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, segir að gengið verði til samninga við Byrgið um að reka starfsemina áfram og það yrði endurskoðað árlega. Ráðherra telur reksturinn mikilvægan og segir það verulegt tjón ef hann legðist af.
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, telur að hér sé í raun ekki verið að greiða úr öllum fjárhagserfiðleikum Byrgisins. Hann undirstrikar að ríkið sé að gera við þá rammasamning um að kaupa þjónustu á Byrginu enda hafi það ekki verið á aukafjárlögum síðasta árs.
Skuldir meðferðarheimilisins nema í dag 21 milljón króna.
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, telur að hér sé í raun ekki verið að greiða úr öllum fjárhagserfiðleikum Byrgisins. Hann undirstrikar að ríkið sé að gera við þá rammasamning um að kaupa þjónustu á Byrginu enda hafi það ekki verið á aukafjárlögum síðasta árs.
Skuldir meðferðarheimilisins nema í dag 21 milljón króna.