BYRGIÐ BÆTIR ROCKVILLE
Samningar um nýtingu aðstöðunnar í Rockville sem varnarliðið yfirgaf á síðasta ári hafa verið undirritaðir. Kristilega líknarfélagið Byrgið mun starfrækja þar meðferðar- og áfangaheimili í framtíðinni. Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, sagði mikla uppbyggingarvinnu framundan. „Það þarf að endurnýja allt rafmagn, tengja nýja ofna og salernisskálar, lagfæra húsakynni og mála áður en flutt verður inn. Samtals verða þetta lagfæringar fyrir u.þ.b. kr. 20 milljónir þegar upp verður staðið. Byrgið stendur fyrir kynningu á starfseminni hjá Kiwanisklúbbunum Hofi og Keili í kvöld kl. 20 er tilbúið til að halda fleiri kynningar hjá félagasamtökum eða áhugamannasamtökum á Suðurnesjum, komi fram óskir um slíkt.“ Heyrst hefur að möguleiki sé á að koma upp gæludýrasóttkví í Rockville í framtíðinni?„Það er rétt. Byrgið bindur miklar vonir við að hægt verði að færa sóttkvína úr Hrísey til Rockville þegar starfsemin þar hefur fest sig í sessi. Ég held það verði til hagsbóta fyrir alla að hafa slíka sóttkví skammt frá alþjóðaflugvellinum.“