Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bylgja Dís nýr fjármálastjóri Skólamatar
Föstudagur 23. október 2020 kl. 07:48

Bylgja Dís nýr fjármálastjóri Skólamatar

Bylgja Dís Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Skólamatar. Um er að ræða nýja stöðu en Bylgja hefur starfað sem yfirbókari og launafulltrúi hjá Skólamat frá árinu 2013 ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi Skólamatar.

Ráðning Bylgju er fjórða breytingin á stjórnendateymi Skólamatar á skömmum tíma. Fyrr á árinu var Katla Hlöðversdóttir ráðin sem markaðsstjóri Skólamatar. Í fyrra voru gerðar tvær breytingar á stjórnendum Skólamatar, Rúnar Már Smárason tók við sem yfirmatreiðslumeistari og Sólmundur Einvarðsson sem rekstrarstjóri. Breytingarnar eru allt liður í  stuðningi við þann mikla vöxt og fjölbreytileika sem starfsemi Skólamatar hefur tekist á við að undanförnu  sem og til að efla fyrirtækið enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024