Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

BYKO hýsir listaverk Árna Johnsen
Mánudagur 17. nóvember 2003 kl. 15:04

BYKO hýsir listaverk Árna Johnsen

Listaverkasmíði Árna Johnsen rataði í fréttirnar um helgina þegar fimm flutningabílar héldu af stað frá Snæfellsnesi áleiðis til höfuðborgarinnar með listaverkin. Áfangastaður listaverkanna var hins vegar í Reykjanesbæ en verkin eru nú komin til geymslu í húsnæði BYKO, þar sem áður var rekin hurða- og gluggaverksmiðja. Þar hefur fjölda bretta með listverkum úr grjóti og stáli verið komið haganlega fyrir.
Í fjölmiðlum í gær sagðist Árni Johnsen ekki vita hvert framtíðaraðsetur verkanna verði, eða hvort þau yrðu seld. Hins vegar væri áhugi fyrir því að sýna verkin. Nú eru þau hins vegar komin í geymslu með víkingaskipinu Íslendingi og munum af víkingasýningu Smithsonian. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir í geymsluhúsnæðinu í dag, þegar unnið var að því að koma víkingaskipinu Íslendingi í geymslu í vetur.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024