Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 22. nóvember 2001 kl. 21:06

BYKO gefur Byrginu málningu

Í tilefni 5 ára afmælis BYKO á Suðurnesjum var tekin ákvörðun um að styrkja Byrgið með málningagjöf. Forsvarsmönnum Byrgisins voru afhent þrjú bretti af úrvals inni- og útimálningu. Forráðamenn BYKO vonast til málningin komi að góðum notum og birti upp skammdegið.
Á myndinn má sjá Pál Fanndal, aðstoðarverslunarstjóra afhenda Byrgismönnum gjöfina. Byrgismenn afhendu Páli þakklætistákn Byrgisins og verður því fundinn verðugur staður í versluninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024