BYKO betri verslun
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á versluninni BYKO í Reykjanesbæ að undanförnu og á morgun opnar verslunin formlega eftir breytingar. Ýmis tilboð verða í gangi að því tilefni og á laugardaginn verður fjölskylduskemmtun á milli kl. 13 og 16. Þá verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos, nammi og blöðrur fyrir börnin, keppt verður í körfuboltaþrautum og skátarnir sjá um að fara með viðskiptavini í skemmtilega leiki.