Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggt verði nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli
Miðvikudagur 16. febrúar 2011 kl. 12:56

Byggt verði nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli

Framsókn í Reykjanesbæ telur að auglýsa eigi opið útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Með því sitja allir við sama borð og fyllstu sanngirni gætt í hvívetna. Með útboði ætti einnig að vera tryggt að bæjarsjóður fái framkvæmdina á bestu mögulegu kjörum, segir í bókun frá Kristni Þór Jakobssyni, bæjarfulltrúa Framsóknar í Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi í gær í umræðu um fjölgunar hjúkrunarrýma fyrir aldraða í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar segir einnig: Dvalarheimil aldraðra á Suðurnesjum (DS) hefur aldrei byggt sérhannað hjúkrunarheimili fyrir aldraða, heldur hefur öðru húsnæði verið breytt. Nú hefur bærinn tækifæri til, með fjármagni frá ríkissjóði, að byggja sérhannað húsnæði undir þessa starfsemi. Framsókn í Reykjanesbæ telur að það þjóni hagsmunum íbúa Nesvalla og einnig framtíðaríbúum hjúkrunarheimilis best, að byggt verði nýtt húsnæði frekar en að breyta íbúðum Nesvalla í hjúkrunarheimili.

Fjárhagstaða Reykjanesbæjar leyfir ekki að byggð séu 90 hjúkrunarrými í þessum áfanga þar sem framlag Ríkisins nú er aðeins 30 rými. Bæjarsjóður hefur ekki bolmagn til að byggja þau 60 rými sem er í raun orðið aðkallandi að bæta við til að mæta þörfum íbúa.

Framsókn í Reykjanesbæ leggur því til að nú, í fyrsta áfanga, verði byggt hjúkrunarheimili við Nesvelli fyrir þrjátíu einstaklinga. Byggingin yrði þá á einni hæð og gert ráð fyrir a.m.k. tveimur jafnstórum áföngum til viðbótar. Þar með yrði tryggt að hjúkrunarrými verði á einum stað í framtíðinni til að tryggja sem hagkvæmastan rekstur og áframhaldandi uppbygginu aðhlynningar og þjónustu við aldraða í Reykjanesbæ.