Byggja við Öspina í sumar
Umhverfis og skipulagssvið Reykjanesbæjar hefur fyrir hönd Reykjanesbæjar samið við HUG – Verktaka um smíði á viðbyggingu við Brekkustíg 11 – Öspina, sem er sérdeild fyrir fatlaða. Verkið var boðið út nú á vormánuðum og voru HUG- verktakar lægstir fimm bjóðenda.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist mánudaginn 21. maí og á þeim að ljúka fyrir 15. ágúst. Viðbyggingin er um 176 fermetrar með auka kennslurýmum, herbergjum, salerni, kaffiaðstöðu og mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rétt tæpar fimmtíu milljónir og voru HUG - verktakar sem áður segir lægstir með um 80% af kostnaðaráætlun. Fjöldi verktaka munu koma að þessu verki svo sem jarðvinnuverktakar, rafverktakar, pípulagningaverktakar, málarar, smiðir og fleiri.
Mynd : Guðlaugur H Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs og Unnar Ragnarsson frá HUG- vertökum undirrita samninginn.