Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggja upp þjónustu á tjaldstæðinu
Miðvikudagur 13. september 2017 kl. 09:27

Byggja upp þjónustu á tjaldstæðinu

Bannað að gista utan skipulagðra tjaldsvæða í Vogum

Bæjarráð Voga samþykkti fyrr í sumar, að tillögu Reykjanes Geopark, að lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga verði breytt í samræmi við ábendingu stjórnar Reykjanes Geopark, þess efnis að bannað verði að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða. Bæjarráð samþykkir einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitarfélaganna verði samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu.
 
Bæjarstjórn Voga er kominn til baka úr sumarleyfi og á fyrsta fundi sínum eftir sumarfrí var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með sjö atkvæðum bæjarstjórnar.
 
Bæjarstjórn afgreiddi á sama fundi breytingar á deiliskipulagi í sveitarfélaginu, m.a. á tjaldsvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að byggð verði upp aukin þjónusta á tjaldsvæðinu, m.a. er gert ráð fyrir að setja upp nokkur smáhýsi til gistingar, auk lítillar þjónustumiðstöðvar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024