Byggja rússar álver eða súrálverksmiðju á Keilisnesi?
Stefnt er að því að hefja forathugun í næsta mánuði í tengslum við byggingu nýs álvers og súrálsverksmiðju hér á landi. Það eru rússneskir aðilar sem standa að þessu en fulltrúar þeirra komu hingað til fyrir skömmu og ræddu þá m.a. við iðnaðarráðherra. Meðal annars er rætt um byggingu 2 milljón tonna súrálsverksmiðju sem jafnvel yrði staðsett á Keilisnesi í nálægð við háhitasvæðið í TrölladyngjuRætt hefur verið um að reisa álverið annaðhvort við Akureyri eða á Húsavík og súrálið á Húsavík eða Keilisnesi. Áætlanir gera ráð fyrir að álverið geti fyrst um sinn framleitt um 60 þúsund tonn en verði síðan stækkað í sex áföngum í 360 þúsund tonn. Á sama hátt verður súrálsverksmiðjan reist í fjórum áföngum en fullbyggð er stefnt að því að hún geti framleitt um 2 milljónir tonna á ári.
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur og fyrirtæki hans hefur verið ráðið til að vinna að hönnun á álverinu og forathugun á því. Hann segir að forathugunin felist m.a. í því að kanna hvort það sé hagkvæmara að reisa það hér á landi eða erlendis. Í þeim efnum verður t.d. tekið tillit til umhverfisáhrifa, starfsleyfis og hvort nægjanlega orku sé að fá og þá á hvaða verði. Hann segir að allar vangaveltur um dagsetningar í þessum efnum standi og falli með því hvort og hvenær hægt sé að fá nauðsynlega orku, jarðvarma og rafmagn.
Þar sem hagkvæmni súrálsverksmiðjunnar felst einkum í nýtingu á umhverfisvænni jarðvarmaorku frá háhitasvæði er ekki hægt að reisa hana hvar sem er, enda er talið að hún þurfi að fá aðgang að jarðhita sem er 170-180 stiga heitur. Jón segir að í þeim efnum standi menn frammi fyrir tveimur kostum. Annars vegar að fá orku frá Trölladyngjusvæðinu og þá yrði verksmiðjan líklega reist á Keilisnesi eða hins vegar að fá orkuna frá Þeystareykjum og þá yrði Húsavík trúlega fyrir valinu. Hann segir að hæfileg fjarlægð fyrir gufuleiðsluna frá virkjanastað til verksmiðjunnar séu um 20-25 kílómetrar.
Vísir.is greinir frá.
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur og fyrirtæki hans hefur verið ráðið til að vinna að hönnun á álverinu og forathugun á því. Hann segir að forathugunin felist m.a. í því að kanna hvort það sé hagkvæmara að reisa það hér á landi eða erlendis. Í þeim efnum verður t.d. tekið tillit til umhverfisáhrifa, starfsleyfis og hvort nægjanlega orku sé að fá og þá á hvaða verði. Hann segir að allar vangaveltur um dagsetningar í þessum efnum standi og falli með því hvort og hvenær hægt sé að fá nauðsynlega orku, jarðvarma og rafmagn.
Þar sem hagkvæmni súrálsverksmiðjunnar felst einkum í nýtingu á umhverfisvænni jarðvarmaorku frá háhitasvæði er ekki hægt að reisa hana hvar sem er, enda er talið að hún þurfi að fá aðgang að jarðhita sem er 170-180 stiga heitur. Jón segir að í þeim efnum standi menn frammi fyrir tveimur kostum. Annars vegar að fá orku frá Trölladyngjusvæðinu og þá yrði verksmiðjan líklega reist á Keilisnesi eða hins vegar að fá orkuna frá Þeystareykjum og þá yrði Húsavík trúlega fyrir valinu. Hann segir að hæfileg fjarlægð fyrir gufuleiðsluna frá virkjanastað til verksmiðjunnar séu um 20-25 kílómetrar.
Vísir.is greinir frá.