Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggja ráðstefnuhótel og safnaðarheimili að Útskálum
Fimmtudagur 7. ágúst 2008 kl. 19:52

Byggja ráðstefnuhótel og safnaðarheimili að Útskálum



Miklar jarðvegsframkvæmdir standa nú yfir við Útskála. Þar er verið að undirbúa jarðveginn fyrir byggingu safnaðarheimilis og ráðstefnuhótels. Safnaðarheimilið verður í um 800 fermetra byggingu samtengt 50 herbergja ráðstefnuhóteli sem Útskálatún ehf. byggir. Í hótelinu og safnaðarheimilinu verða salir sem rúma allt að 500 manns og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur, auk aðstöðu fyrir veislur og samkomur tengdar kirkjulegum viðburðum. Nú er verið að ljúka við teikningar af byggingunum og fjármögnun verkefnisins. Í Garðinum gefa menn sér rúmt ár til að ljúka framkvæmdum á svæðinu.


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024