Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggingarsvæði ofan Langholts: Íbúar gera verulegar athugasemdir
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 13:28

Byggingarsvæði ofan Langholts: Íbúar gera verulegar athugasemdir

Hugmyndir að nýju byggingasvæði ofan við Langholt mælast ekki vel fyrir á meðal íbúa. Þetta kom skýrt fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun en hugmyndir að byggingasvæðinu hafa verið kynntar bæjaryfirvöldum. Í fundargerð segir að verulegar athugasemdir séu gerðar af hálfu íbúa við framlagðar hugmyndir og bæjarráð telji mikilvægt að tekið verði tillit til sjónarmiða íbúanna. Málinu var vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til afgreiðslu.

 

Mynd/OK: Opna svæðið ofan Langholts hefur hingað til verið útivistarsvæði, lagt göngustígum.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024