Byggingakranar stórskemmdir
Miklar skemmdir voru nýverið unnar á fjórum byggingakrönum sem stóðu við steypustöð Íslenskra aðalverktaka í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Gler höfðu meira eða minna verið brotin í húsum þeirra, auk þess sem ljós á þeim höfðu einnig verið brotin. Þá höfðu stjórntæki í einum krananum verið skemmd. Talið er að tjónið hlaupi á hundurðum þúsunda eða jafnvel milljónum.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.