Bygging nýs grasvallar hafin
Einar Njálsson, bæjarstjóri Grindavíkur, undirritaði samning við G.G. Sigurðsson í morgun um byggingu nýs grasvallar. Framkvæmdir hefjast í dag og verklok eru áætluð 15. október n.k. Kostnaður við gerð grasvallar er rétt rúmar ellefu milljónir króna.Fyrirhugað er að reisa stúku og þjónustumannvirki við grasvöllinn í nánustu framtíð og að sögn Einars mun það verða mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í plássinu.