Bygging fjölnota íþróttahúss í Grindavík á áætlun
Bygging fjölnota íþróttahúss í Grindavík er á áætlun. Nú er unnið að því uppsetningu hússins en á vormánuðum er gert ráð fyrir því að gervigras verði sett í húsið. Það er Grindin hf. í Grindavík sem er verktaki við byggingu hússins. Meðfylgjandi mynd er af vefsíðu Grindavíkurbæjar og sýnir hún stöðu framkvæmda nú í vikunni.