Bygging álvers getur hafist
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á aukafundi í gær byggingarleyfi fyrir álver Norðuráls í Helguvík.
Byggingarnefndir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs höfðu fjallað um málið og mælt með því að bygginarleyfið yrði veitt.??Bæjarstjórn tók undir álit Skipulagsstofnunar um að fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfi eða samfélag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
?Í máli bæjarstjóra kom fram að Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi kynnt sér matsskýrslu Norðuráls um fyrirhugað álver í Helguvík með allt að 250 þúsund tonna ársframleiðslu. Umrædd framkvæmd er í samræmi við staðfestar skipulagsáætlanir, það er aðalskipulag og deiliskipulag á iðnaðar- og hafnarsvæði við Helguvík.?Í tengslum við ábendingar Skipulagsstofnunar var áréttað að HS hf. og Norðurál undirrituðu orkusamning fyrir álver í Helguvík 23. apríl 2007. OR og Norðurál undirrituðu orkusamning fyrir álver í Helguvík 7. júní 2007.
Hönnunarteymi Reykjaneshafnar og Norðuráls hefur farið ítarlega yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir og jarðvegsframkvæmdir. Áform um stækkun Helguvíkurhafnar eru skýr sem og áform um nýtingu efnis frá hafnarframkvæmdum til grófjöfnunar á lóð álversins.??Landsnet Hf. og Norðurál undirrituðu samning um flutning raforku til álversins í Helguvík þann 3. október 2007.?Samkvæmt upplýsingum Norðuráls mun fyrirtækið sækja um losunarheimild á árinu næst þegar umsóknir um það verða auglýstar, sem er í samræmi við ábendingar til Norðuráls frá síðasta ári um að sækja að nýju um þegar verkefnið væri lengra komið.
Á fundinum fór Árni Sigfússon bæjarstjóri yfir þróun verkefnisins frá því það hófst árið 2004 og fram til þessa dags. Umhverfisráðuneytið hefur sjálft gert grein fyrir að álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna þessa verkefnis sem nú var verið að samþykkja í bæjarstjórn sæti ekki kæru til umhverfisráðherra heldur einungis ákvæði um að nýta ekki heimild til sameiginlegs mats tengdra framkvæmda. Samþykktir bæjarstjórna Garðs og Reykjanesbæjar gangi út á að staðfesta álit Skipulagsstofnunar sem er grundvölur byggingarleyfis. Þá telji bæjarstjórnirnar fullan rökstuðning kominn fram hjá Norðuráli fyrir samningum um orkuöflun, flutning orku til álversins og umsókn um losunarheimildir.
Árni bendir á að bæði forsætiráðherra og fjármálaráðherra telji verkefnið í dag vera efnhagslega jákvætt. Enginn efist um kosti þess fyrir Suðurnes þar sem 1000 störf verða til og meðallaun á svæðinu hækki umtalsvert með tilkomu álversins. "Um 700 störf töpuðust við brotthvarf Varnarliðsins í fyrra og margir bíða öruggra tækifæra eftir að hafa tekið á sig lægra launuð störf eða tímabundin störf. Að auki styrkir vekrefnið stoðir í atvinnulífi sem hafa verið fremur einhæfar. Þessir starfsmenn tóku margir að sér tímabundin og verr launuð störf sem nú hriktir í." segir Árni í tilkynningu frá Reykjanesbæ.