Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Byggðasafnið í Garðinum stækkað
Laugardagur 26. júní 2004 kl. 15:11

Byggðasafnið í Garðinum stækkað

Tekin var fyrsta skóflustungan að stækkun Byggðasafnsins í Garðinum í dag, en það var Guðni Ingimundarson vitavörður á Garðskaga sem handlék skófluna. Fjölmargir munir eru á byggðasafninu og eru margir munir í geymslu sem ekki komast fyrir í núverandi húsnæði safnsins.
Guðni hefur verið ötull við að gera upp tæki og vélar fyrir safnið. Sigurður Jónsson bæjarstjóri í Garði sagði að safnið yrði tilbúið þann 1. maí á næsta ári, en framkvæmdir við stækkun safnsins hefjast fljótlega.

Myndin: Guðni Ingimundarson tekur fyrstu skóflustunguna að stækkun byggðasafnsins í Garði. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024