Byggðasafnið á Garðskaga í nýtt stórhýsi
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur ákveðið að ráðast í stækkun Byggðasafnsins á Garðskaga og byggja þar 500 fermetra sýningarskála samkvæmt teikningu Verkfræðistofu Suðurnesja. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, sagði í samtali við blaðið að það skýrist á næstu dögum hvernig staðið verði að framkvæmdinni. Verkið verður boðið út fljótlega, húsið byggt í vetur og tekið í notkun næsta vor. Áætlaður kostnaður við að fullgera húsið er 50-60 milljónir króna.
Þá er verið að ganga frá samningi við fjármálaráðuneytið um yfirtöku á gamla vitavarðarhúsinu á Garðskaga, með það fyrir augum að nýta það í tengslum við starfsemi safnsins. Ekki hafa verið mótaðar hugmyndir um nýtingu vitavarðarhússins, hvort þar verði sýning eða veitingastofa.
Nýi sýningarskálinn er um 500 fermetrar. Þar inni er gert ráð fyrir 50 fermetra veitingaaðstöðu og fullkominni salernisaðstöðu.
Sigurður segir það vera aðkallandi að stækka Byggðasafnið á Garðskaga. Guðni Ingimundarson hefur þegar lagt safninu til myndarlegt vélasafn og það á eftir að stækka enn frekar. Þá bendi allt til þess að sögusýning Slysavarnafélagsins fái inni á safninu. Sýningin hefur nýlega verið tekin niður á öðrum stað í Garðinum en mikill vilji er til þess að sýningin verði áfram í Garði og safninu búin þar framtíðaraðstaða.
Í sumar komu um eittþúsund gestir í Byggðasafnið á Garðskaga.
Þá er verið að ganga frá samningi við fjármálaráðuneytið um yfirtöku á gamla vitavarðarhúsinu á Garðskaga, með það fyrir augum að nýta það í tengslum við starfsemi safnsins. Ekki hafa verið mótaðar hugmyndir um nýtingu vitavarðarhússins, hvort þar verði sýning eða veitingastofa.
Nýi sýningarskálinn er um 500 fermetrar. Þar inni er gert ráð fyrir 50 fermetra veitingaaðstöðu og fullkominni salernisaðstöðu.
Sigurður segir það vera aðkallandi að stækka Byggðasafnið á Garðskaga. Guðni Ingimundarson hefur þegar lagt safninu til myndarlegt vélasafn og það á eftir að stækka enn frekar. Þá bendi allt til þess að sögusýning Slysavarnafélagsins fái inni á safninu. Sýningin hefur nýlega verið tekin niður á öðrum stað í Garðinum en mikill vilji er til þess að sýningin verði áfram í Garði og safninu búin þar framtíðaraðstaða.
Í sumar komu um eittþúsund gestir í Byggðasafnið á Garðskaga.