Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Byggðasafn Reykjanesbæjar: Átak í skráningu muna
Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 15:59

Byggðasafn Reykjanesbæjar: Átak í skráningu muna

Heildarvelta Byggðasafns Reykjanesbæjar árið 2005 var kr. 13.953.505 og var hæsti kostnaðarliðurinn launakostnaður. Þetta kemur fram í ársskýrslu safnsins fyrir árið 2005.

Að auki hlaut safnið styrki til reksturs frá Safnaráði Íslands kr. 1.500.000, 300.000 vegna verkefna og kr. 3.000.000 frá Iðnaðarmannafélagið Suðurnesja í tilefni 70 ára afmælis félagsins samkvæmt samstarfssamningi sem gerður var árið 2004.

Forstöðumaður Byggðasafnsins er Sigrún Ásta Jónsdóttir. Aðrir starfsmenn eru  Björn Ragnarsson og verkefnaráðnir voru Ásgerður Jóhannesdóttir í jósmyndaskráningu og Brynhildur Þórðardóttir varðveislu textíla og uppsetningu sýningar.

Byggðasafn Reykjanesbæjar tók þátt í ýmsum samstarfsverkefnum á árinu s.s. Destination Viking - Sagalands í samvinnu við Íslending ehf. Að auki stóð safnið fyrir ráðstefnu um sögutengda ferðaþjónustu 8. apríl.

Mikið átak hefur verið gert í skráningu muna á safninu sl. 2 ár og er skráningu muna í Röst, Vatnsnesi og Stekkjarkoti lokið. Í dag eru 6185 gripir skráðir en u.þ.b. 2.000 gripir óskráðir í munasafni. Helsti safnauki sl. ára hefur einkennst af heimilishlutum og sjóminjum.
Byggðasafnið varðveitir myndasafn og á árinu var gerður samningur við Heimi Stígsson ljósmyndara þar sem safnið keypti höfundarétt á myndasafni hans sem er í þess vörslu.

Poppminjasafn Íslands sem er angi byggðasafnsins opnaði sýninguna Stuð og friður í Gryfjunni í Duushúsum þann 17. júní en heildargestafjöldi í Duushúsin var 29.726 árið 2005.

Heildarfjöldi gesta árið 2005 í Stekkjarkot var 1.339 og alls sóttu 317 heim hús safnsins í Innri Njarðvík.

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024