Byggðakvóti: 145 tonn í Sandgerði
Sandgerðisbær fékk úthlutað 145 tonnum af byggðakvóta sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaði á dögunum. Var Sandgerðisbær eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem fékk byggðakvóta úthlutað. Í fyrra komu 93 tonn í hlut Sandgerðinga af byggðakvóta sjávarútvegsráðuneytisins og 17 tonn komu í hlut Garðs.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Sandgerði segist ánægður með úthlutunina. Hann segir að í þriðja skipti muni sérstök stjórn útluta byggðakvótanum. „Að þessu verkefni koma útgerðaraðilar báta sem skráðir eru í Sandgerði og fiskvinnslur sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu,“ segir Sigurður en stjórnin mun koma saman í næstu viku til að fara yfir hverjir verði með í úthlutuninni. Segist Sigurður búast við að úthlutun verði ákveðin í byrjun janúar.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Sandgerði segist ánægður með úthlutunina. Hann segir að í þriðja skipti muni sérstök stjórn útluta byggðakvótanum. „Að þessu verkefni koma útgerðaraðilar báta sem skráðir eru í Sandgerði og fiskvinnslur sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu,“ segir Sigurður en stjórnin mun koma saman í næstu viku til að fara yfir hverjir verði með í úthlutuninni. Segist Sigurður búast við að úthlutun verði ákveðin í byrjun janúar.