Bygg hf. sér um jarðvinnu og lagnir við nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ
Reykjanesbær og Bygg hf. hafa undirritað verksamning um jarðvinnu og lagnir fyrir nýjan gervigrasvöll vestan Reykjaneshallar í Reykjanesbæ. Bygg hf. var lægstbjóðandi að undangegnu útboði í verkið.
Áætlað er að fjarlægja þurfi um 14.000 rúmmetra af uppgreftri, fylling er um 9000 rúmmetrar og fleyga þarf um 3000 rúmmetra af klöpp. Fráveitulagnir eru um 1500 metrar, ídráttarrör um völl 3300 metrar og hitalagnir í völl eru um 40 kílómetrar.
Bygg hf. hefst strax handa við verkið og áætlað er að völlurinn verði tilbúin til lagningar gervigrass í lok september 2020. Undirbúningur að útboð fyrir yfirborð þ.e. gervigrasið og lýsingu er hafin. Fullbúin æfingavöllur verður bæði upplýstur og upphitaður.
Guðlaugur H. Sigurjónsson og Hörður Gylfason frá Bygg undirrituðu samninginn. Vf-myndir/hilmarbragi.