Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bústoð og Skólamatur kynntu starfsemi sína
Róbert Svavarsson og Axel Jónsson á kynningunni.
Sunnudagur 1. október 2017 kl. 07:00

Bústoð og Skólamatur kynntu starfsemi sína

Bústoð og Skólamatur tóku höndum saman og  kynntu á dögunum starfsemi sína fyrir skólastjórnendur og innkaupastjóra skólanna á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu.

Kynnt voru þýsk gæðahúsgögn frá þýska fyrirtækinu A2S en Bústoð hefur hafið sölu á húsgögnum frá þýska framleiðandanum og kom sölustjóri A2S, Sylvia Wagner  til landsins og fór yfir hina ýmsu möguleika er kemur að húsgögnum fyrir skóla, sem henta fyrir stóra jafnt sem smáa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skólamatur hélt kynningu á sinni starfsemi fyrir gestina og bauð einnig upp á léttar veitingar en Skólamatur sér um að elda mat í flestum skólunum á Suðurnesjum og hefur verið starfræktur í sautján ár.
Góð mæting var á kynninguna og gestir ánægðir með gæði, útlit og verð húsgagnanna. Að sögn Róberts hefur Kópavogsbær þegar pantað 500 sett.