Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Burtfararútsala Varnarliðsins
Laugardagur 1. apríl 2006 kl. 11:14

Burtfararútsala Varnarliðsins

Burtfararútsala Varnarliðsins er nú í fullum gangi í NAVY Exchange og stóra flugskýlið (Hanger) hefur verið lagt undir bílskúrssölur þar sem varnarliðsmenn selja búslóðir sínar og aðrar eigur s.s. bíla, mótorhjól, tölvubúnað og fleira sem þeir taka ekki með sér við brottför.

Furðu rólegt var í NAVY Exchange í morgun þegar Páll Ketilsson verslaði þar bjórkippu en að sögn starfsmanna er reiknað með meiri umferð þegar líða tekur á daginn. Varnarstöðin verður opin almenningi til kl. 18:00 í dag.

VF-mynd/ Ellert: Páll Ketilsson gerði kjarakaup í morgun þegar Víkurfréttamenn voru á ferðinni í NAVY Exchange.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024