Búrhval rak á land sunnan við Stafnes
Rotinn búrhval hefur rekið á land í Skarfurð um tvo kílómetra sunnan við Stafnes. Á vefnum 245.is segir að hvalurinn sé 14-15 metra langur. Nokkuð er síðan dýrið hefur drepist en það er farið að rotna talsvert. Meðfylgjandi mynd tók Arnbjörn Eiríksson en fleiri myndir af dýrinu má sjá á myndasíðu hans á meðfylgjandi slóð.