Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Burðardýr kókaíns reyndi að villa á sér heimildir
Föstudagur 10. maí 2019 kl. 16:18

Burðardýr kókaíns reyndi að villa á sér heimildir

Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar þrjú mál þar sem um er að ræða tilraunir til smygls fíkniefna til landsins. Í öllum tilvikum er um að ræða innvortis mál.
 
Í nýjasta málinu var um að ræða erlendan karlmann sem var að koma frá Hamborg 14 mars sl. Tollgæslan stöðvaði hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, lögregla handtók hann og færði á lögreglustöð. Hann reyndist vera með 100 grömm af kókaíni innvortis.
 
Þessi sami maður hafði áður komið til landsins árið 2017. Hann var þá gripinn fyrir tilraun til fíkniefnasmygls og dæmdur í átta mánaða fangelsi.
 
Nú reyndi hann að ferðast undir fölsku flaggi og framvísaði vegabréfi annars manns en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hann sætir gæsluvarðhaldi til 17. þessa mánaðar.
 
Áður höfðu tvær erlendar konur í tveimur aðskildum málum verið stöðvaðar í flugstöðinni.  Önnur var að koma frá London og hin frá Brussel.  Sú fyrrnefnda var með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis og hin með tæp 200 grömm af sama efni, einnig innvortis.
Public deli
Public deli