Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Búmenn í vanda
Laugardagur 31. janúar 2015 kl. 08:21

Búmenn í vanda

– eiga m.a. 29 íbúðir í Vogum

Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn eiga og reka samtals 540 íbúðir í 13 sveitarfélögum. Í Vogum eru íbúðirnar 29 talsins. Félagið var stofnað með það að markmiði að byggja og reka búseturéttaríbúðir fyrir félagsmenn sína, sem náð hafa 50 ára aldri. Staða Búmanna hefur verið erfið allt frá hruni, enda hafa margar íbúðir verið innleystar og ekki tekist að selja búseturéttinn að nýju. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, fjallar um vanda Búmanna í vikulegu fréttabréfi sínu sem hann gaf út í gær.

„Við þetta bætist að aðgerðir stjórnvalda til aðstoðar skuldsettum fasteignaeigendum hafa ekki náð til þessa eignarforms, sem þýðir að eigendur búseturéttar hjá Búmönnum hafa hvorki getað nýtt sér s.k. 110% leið né skuldaleiðréttingu. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, sem felst m.a. í því að 63 eignir sem standa auðar verða teknar út úr félaginu og settar í sérstakt leigufélag. Þær íbúðar verða nú settar í leigu á almennum markaði, og með því móti fást tekjur til að standa straum af rekstrarkostnaði þeirra og afborgunum lána. Á móti mun Íbúðalánasjóður afskrifa um 500 m.kr. af lánum félagsins. Þá hefur einnig verið ákveðið sem hluti af þessum aðgerðum að fresta endurgreiðslu búseturéttargjalds við uppsögn í kaup-skyldukerfi í allt að 12 mánuði. Með framangreindum aðgerðum vonast forsvarsmenn Búmanna til að rekstri félagsins verði komið á réttan kjöl og í öruggt skjól,“ segir í pistli Ásgeirs.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024