Búmenn byggja í Vogum
Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn hafa nú hafið vinnu við byggingu tíu íbúða við Hvammsgötu í Vogum. Fyrsta skóflustunga var tekin á miðvikudag. Það var Guðrún Jónsdóttir arkitekt, formaður Búmanna sem hana tók. Um er ræða 5 parhús, ýmist með sólstofu eða bílskúr. Stærð íbúðanna er 90 og 77 fermetrar að stærð. Búið er að selja flestar ef ekki allar íbúðirnar.Búmenn höfðu áður fengið úthlutaðar tvær götur fyrir 30 hús en Búmönnum þótti helst til mikið í ráðist og hafa nú breytt sínum plönum og ætla að byggja þessi tíu hús. Húsin verða timbureiningahús frá Eðalhúsum ehf. á Selfossi.