Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 15. september 2000 kl. 15:59

Búmenn byggja í Garðinum

Hafnar eru byggingaframkvæmdir í Útgarði, í Garðinum. Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að gera deiliskipulag í Útgarði þar sem gert er ráð fyrir 48 íbúðum og á einni lóð er gert ráð fyrir félagsaðstöðu. Búmenn sýndu áhuga á að fá lóðir á þessu svæði og ætla þeir að byggja 10 hús á þessu svæði. Í ár verður byrjað á 4 íbúðum. Að sögn Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra, er mikill áhugi fyrir þessu og sóttu 11 einstaklingar um hús hjá Búmönnum þegar auglýst var. Bragi Guðmundsson, verktaki, sér um framkvæmdir fyrir Búmenn. Búmenn er félagsskapur sem 50 ára og eldri eiga rétt á að vera í. Fólk kaupir sér búseturétt með 10% eða 30% útborgun. Síðan er greidd ákveðin leiga á mánuði og er þá allt innifalið. Flytji fólk úr húsunum er útborgun endurgreidd. Bragi Guðmundsson er einnig að byggja við Lindartún og er þar um að ræða fjórar íbúðir. Þessi hús verða seld á almennum markaði. Við Ósbraut ofan Klapparbrautar er búið að gera skipulag og er þar gert ráð fyrir 14 íbúðum. Bygging er þar hafin á einu húsi. Hjalti Guðmundsson, verktaki, hefur sýnt áhuga á að byggja nokkrar íbúðir í Garðinum og hefur fengið úthlutaðri lóð hjá Bygginga- og skipulagsnefnd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024