Búmenn afhentu sex íbúðir í Grindavík
Byggingafélagið Búmenn afhenti síðdegis sex íbúðir til nýrra íbúa við Skipastíg í Grindavík. Framkvæmdir hafa undanfarið staðið yfir við tíu íbúðir og nú eru sex þeirra tilbúnar. Næstu fjórar verða afhentar með vorinu.Íbúðirnar við Skipastíg eru í tveimur stærðum, rúmlega 70 og 90 fermetrar og með bílskúr. Það er Magnús Guðmundsson byggingameistari sem byggði húsin sem eru öll hin glæsilegustu. Þá var umhverfi þeirra einnig rómað í dag en húsin standa í óspilltu hrauni.Nánar um afhendingu íbúðanna í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Myndin: Íbúrarnir voru leystir út með blómum. VF-mynd: Hilmar Bragi





