Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 5. september 2001 kl. 09:14

Búmenn afhenda íbúðir í Sandgerði og Garði

Sunnudaginn 2. september s.l. voru átta nýjar íbúðir í Miðhúsum í Sandgerði afhentar eigendum sínum við hátíðlega athöfn. Íbúðirnar eru í nýrri álmu í húsinu og eru byggðar á vegum Búmanna hsf. í samstarfi við Sandgerðisbæ. Þá voru afhentar 4 íbúðir til félaga Búmanna í Garðinum.
Þann 1. september 2000 hóf Húsagerðin hf. framkvæmdir við smíði á nýrri álmu Miðhúsa og ári síðar afhenti fulltrúi fyrirtækisins Steinunni Finnbogadóttur varaformanni Búmanna lyklanna að íbúðunum átta. Hún, ásamt Sigurðu Vali Ásbjarnarsyni bæjarstjóra og Sigurbjörgu Eiríksdóttur fulltrúa Sandgerðisbæjar í stjórn Suðurnesjadeildar Búmanna, afhentu nýjum eigendum lyklanna að íbúðunum. Séra Björn Sveinn Björnsson vígði hið nýja húsnæði og eftir stutt ávörp frá nokkrum gestum var boðið í veislu sem foreldrafélag Grunnskólans í Sandgerði sá um. Áætlaður kostnaður við bygginguna er kr. 65.000.000,-. Í Miðhúsum eru 18 íbúðir auk þjónusturýmir fyrir félagsstarf eldri borgara í Sandgerði. Sex íbúðir eru tveggja herbergja, en tvær eru þriggja herbergja. Allur útbúnaður og aðgengi í Miðhúsum miðast við þarfir eldra fólks. Á næsta ári er áætlað að fara í lagfæringar á eldri íbúðum í húsinu í samræmi við nýja hönnun.
Íbúðirnar í Garðinum eru í parhúsum við Kríuland en sex íbúðir til viðbótar eru í byggingu og verða afhentar eftir ár. Tvær af þessum tíu íbúðum eru 105 fm en hinar átta 90 fm. Allar íbúðirnar hafa verið seldar félögum í Búmönnum. Kríuland er nýskipulagt hverfi og eru íbúðir Búmanna fyrstu húsin við götuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024