Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Búmannaíbúðir afhentar í Garðinum
Sunnudagur 13. febrúar 2005 kl. 14:09

Búmannaíbúðir afhentar í Garðinum

Fjórar nýjar íbúðir á vegum Búmanna  voru afhentar sl. föstudag. Íbúðirnar eru við Lóuland. Í apríl n.k. verða 4 aðrar íbúðir afhentar. Framkvæmdir eru að hefjast við 2 íbúðir til viðbótar á þessum stað. Þegar áfanganum við Kríuland og Lóuland verður lokið eru íbúðirnar orðnar 30 talsins. Reynslan hefur sýnt að um helmingur heimamanna er að kaupa búseturétt en hinn helmingurinn er aðkomufólk.

Framtak Búmanna á stóran þátt í fjölgun íbúa i Garði, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024