Búkollur og beltagröfur í stórsjó!
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka sem vinna við gerð sjóvarnargarða við Njarðvíkurhöfn mega ekki vera mjög sjóhræddir. Það hefur nefnilega gefið hraustlega á nýja sjóvarnagarðinn í dag og oftar en ekki hefur mátt sjá búkollur og beltagröfur löðrandi í sjó. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson nú undir kvöld þar sem ein búkollan fær á sig væna skvettu.